Listasvið FAS á Svavarssafni

12.apr.2023

Listasvið FAS heimsótti Svavarsafn þar sem sýningin Blámi eftir Þorvarð Árnason stendur yfir. Nemendur fengu að njóta listaverkanna sem eru í formi myndbanda, ljósmynda og hljóðverks. Þorvarður hitti nemendur og ræddi við þá um aðferðir sínar, innblástur og útfærslu á innsetningunni.

Innsetning Þorvarðar er óður til jöklanna sem eru ríkjandi í umhverfinu hér á Hornafirði. Ekki var komist hjá því að ræða loftslagsbreytingar og hopun jökla í því samhengi. Þorvarður hefur unnið við rannsóknir síðan í byrjun þessarar aldrar og spannar myndefnið hans feril hér í sveitarfélaginu.

Nemendur fengu nýja innsýn í listræna vinnu þar sem náttúruvísindum og listrannsóknum er skeytt saman. Útkoman er svo til sýnis inni í Svavarssafni og hvetjum við á Listasviði FAS alla til að kíkja við á Svavarssafni og sökkva sér ofan í litadýrð jöklanna.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...